Rakagefandi maski sem húðin þín mun elska!

ChitoCare beauty Serum Mask er hið fullkomna dekur fyrir andlit og líkama. Maskinn er vægast sagt ein stór rakabomba sem veitir húðinni fyllingu og eykur ljóma. Rakastigi húðar er nauðsynlegt að huga að sérstaklega ef hún á að haldast ljómandi og fersk. 

Þar sem maskinn inniheldur mikið magn af serumi hefur hann tvo nýtingarmöguleika, hann er andlitsmaski og líkams serum. Maskinn er náttúruvænn og leysist því upp í volgu vatni, svo sem í baði. Klínísk rannsókn sýnir að raki húðar hefur aukist um 57% eftir 30 mín og 44% 8 klst eftir notkun á maskanum. Fínar línur verða minna áberandi og yfirborð húðar sléttara og jafnara.

Andlitsmaskinn inniheldur byltingarkennda formúlu sem stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar. Hann inniheldur einnig hyaluronic sýrur sem binda raka í húðinni, ýta undir upptöku kollagens og hægja  á öldrun. 

Við mælum með að setja serum maskann á andlitið í baði og leyfa honum að leysast upp í heita vatninu eftir notkun svo ekkert fari til spillis. Þannig myndar serumið fullkomna rakafilmu og hjúpar líkamann mýkt. Ef hann er ekki notaður í baði er tilvalið að dreifa seruminu vel um allan líkamann og leyfa honum að drekka það í sig.

ChitoCare beauty Serum Mask fékk brons sem besti maskinn á Global Makeup Awards 2020, tilefni til að prófa.