ChitoCare gel og sprey

Primex er íslenskt líftæknifyrirtæki á Siglufirði sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á kítósanvörum fyrir fæðubótarefni, lækningatæki, snyrtivörur og ýmsa aðra notkun. Frá árinu 1999 hefur Primex unnið að því að breyta hráefni, sem áður var úrgangur, í verðmætar afurðir sem bæta lífsgæði manna og dýra.

Öll heimili þurfa að vera vel búin til að takast á við fyrstu hjálp. ChitoCare á heima í sjúkrakassanum, í eldhúsinu og í bílskúrnum. Tilvalið er að nota ChitoCare á væga bruna, rispur og ör ásamt öðrum húðkvillum. 

ChitoCare myndar þunna filmu sem ver húðina, viðheldur raka og hraðar viðgerð húðarinnar. Einnig er ChitoCare mjög áhrifaríkt við sólbruna og mýbitum.

ChitoCare eru náttúrulega græðandi gel og sprey framleidd úr íslensku kítósani. Einungis bestu fáanlegu hráefni eru notuð í framleiðslu og pökkun ChitoCare. 

ChitoCare Medical hefur græðandi áhrif á væga bruna, bólur, frunsur, útbrot, exem, sólbruna og dregur úr örmyndun og húðbólgum.

  • Verndar húð
  • Góð áhrif á væga bruna
  • Dregur úr örmyndun
  • Dregur úr sviða, roða og kláða
  • Náttúrulega græðandi

Eiginleikar kítósans í ChitoCare valda því að þegar borið er á húð þá dragast rauð blóðkorn nær yfirborði húðarinnar sem hraðar viðgerð hennar og dregur úr sársauka. Einnig myndar ChitoCare þunna filmu sem viðheldur æskilegu rakastigi og ver yfirborðið gagnvart utanaðkomandi óhreinindum.

ChitoCare fæst í tveimur útgáfum. Græðandi gel og græðandi sprey, báðar vörur innihalda sömu virku efni og hafa sömu eiginleika. Gelið er þéttara í sér og kemur í 30ml pumpu en sprey er fljótandi og er í 50ml flösku með úðastút. 

Primex þróaði þessar tvær útgáfur til að auka fjölbreytni í notkunarmöguleikum en þó er hægt að nota báðar vörur í flestum tilfellum. 

ChitoCare vörurnar eru fáanlegar í apótekum um land allt.