Nýjar vörur í ChitoCare Beauty línunni

ChitoCare Beauty línan heldur áfram að stækka! Við kynnum til leiks nýjar vörur og gjafaöskjur.

Primex_maskSerum Face Mask er nýjung á markaði sem gefur húðinni fyllingu, raka og aukinn ljóma.

Niðurstöður klínískrar rannsóknar sýna fram á verulega aukinn raka í húðinni*, auk þess sem fínar línur verða minna áberandi og yfirborð húðarinnar sléttara og jafnara.

* (raki jókst um 57% eftir 30 mín og 44% eftir 8 klst)  

Face Cream er frábært andlitskrem sem gefur raka, mýkir húðina og verndar hana fyrir sólarljósi og bjarma frá tölvu- og snjalltækjaskjám.

Travel Kit er falleg taska sem inniheldur fjórar handhægar vörur sem auðvelt er að taka með sér hvert sem er!

Einnig bjóðum við upp á fallegar gjafaöskjur með mismunandi vörusamsetningum.

Kynnið ykkur vörurnar betur hér!

Lesa meira

ChitoCare Beauty

Chitocare_beautyChitoCare Beauty eru nýjar íslenskar snyrtivörur úr náttúrulegum hráefnum unnum úr hreinustu hafsvæðum heims. 

ChitoCare vörurnar innihelda lífvirka efnið kítósan sem myndar filmu, ver húðina og gefur raka auk þessa að stuðla að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar.

Primex er íslenskt líftæknifyrirtæki staðsett á Siglufirði. Framleiðsan er vottuð náttúruafurð af TÚN. Primex er handhafi Nýsköpunarverðlauna Íslands.

Body Lotion frá ChitoCare Beauty er frábær leið til að mýkja húðina eftir sturtu eða til að fríska sig við eftir langan dag. Það er hlaðið náttúrulegum, mýkjandi og rakagefandi innihaldsefnum sem gera húðina mjúka, slétta og geislandi. Kítósan sem er náttúrulegt undur úr hafinu ver húðina, dregur úr roða og pirringi og gefur húðinni silkimjúka áferð.

 

Beauty-lotion-scrub_smlBody Scrub frá ChitoCare Beauty er hlaðið náttúrulegum innihaldsefnum sem mýkja og hreinsa húðina. Með kaffiögnum sem eru ríkar af andoxunarefnum örvar Body Scrub háræðar, hreinsar burt dauðar húðfrumur og vinnur gegn appelsínuhúð. 

Body Scrub er viðurkennt fyrir allar húðgerðir, einnig viðkævma húð. 

Þessar vörur eru frábær húðdúett sem leikur við húðina, frískar og bætir!

 

Lesa meira

ChitoCare Medical

Öll heimili þurfa að vera vel búin til að takast á við fyrstu hjálp. ChitoCare Medical á heima í sjúkrakassanum, í eldhúsinu og í bílskúrnum. Tilvalið til að nota á væg brunasár, rispur og ör ásamt öðrum húðkvillum.

Chitocare-allt-litur_nyttChitoCare myndar þunna filmu sem ver húðina, viðheldur raka og hraðar viðgerð húðarinnar. Einnig er ChitoCare mjög áhrifaríkt við sólbruna og mýbitum.

ChitoCare Medical er náttúruleg vara sem er framleidd á Siglufirði úr tæru íslensku vatni og kítósani úr Norður Atlantshafi.

 

Lesa meira