Skip to content

Karfan mín

Karfan þín er tóm

Grein: Nauðsynlegar húðvörur í ferðalagið

Nauðsynlegar húðvörur í ferðalagið

Nauðsynlegar húðvörur í ferðalagið

Húðvörur í ferðalagið

Eftir langan COVID-19 dvala hefur aukist löngun okkar til að ferðast og skoða okkur um. Hvort heldur að ákveðið verði að skella sér í stutt ferðalag innanlands eða í lengri utanlandsferðir er alltaf tilvalið að vera vel undirbúin. Í ferðalögum er yfirleitt markmiðið að að hafa eins takmarkaðan farangur meðferðis og hægt er.

Að finna handhægar og góðar snyrtivörur getur verið mikil áskorun í þannig tilfellum.  Húðvörur í ferðastærð koma þar sterkar inn. ChitoCare beauty Ferðasettið inniheldur vörur í ferðastærðum, 50ml, sem er fullkomin stærð í ferðatöskuna. Í settinu finnur þú andlitskrem, handáburð, body lotion og body scrub.

 

ChitoCare beauty Face Cream

ChitoCare beauty Face Cream hentar vel í ferðalagið, hægt er að nota það sem bæði dag- og næturkrem. Kremið inniheldur SPF 15 sólarvörn sem er mikilvæg allan ársins hring, hún ver húðina frá skaðlegum umhverfisþáttum eins og útfjólubláum geislum sólar og bláu ljósi frá tölvu- og snjalltækja skjám. Kremið ver húðina, gefur raka, eykur teygjanleika og sléttir yfirborð hennar.

 

ChitoCare beauty Hand Cream

Nauðsynlegt er að vera með góðan handáburð á ferðalagi og nú sérstaklega á tímum COVID-19. Þegar við ferðumst sótthreinsum við og þrífum hendur afar vel og rækilega sem síðan hefur þær afleiðingar að hendurnar þorna upp og verða hálf ómögulegar. 

ChitoCare beauty Hand Cream er handáburður sem klístrast ekki, er mjúkur og endist vel. Hann inniheldur efnið kítósan sem myndar filmu á húðina og ver þannig hendurnar. Auk þess dregur hann úr bakteríur mengun. Áburðurinn er öflugur rakagjafi fyrir sprungnar hendur og þurr svæði eins og olnboga og hné. 

 

ChitoCare beauty Body Scrub

ChitoCare beauty Body Scrub er hlaðinn náttúrulegum innihaldsefnum sem mýkja og hreinsa húðina. Líkamsskrúbburinn inniheldur Kítósan úr hafinu og kaffiagnir sem örva háræðar, hreinsa burt dauðar húðfrumur og vinna gegn appelsínuhúð. Líkamsskrúbburinn er viðurkenndur fyrir allar húðgerðir, einnig viðkvæma húð. 

 

ChitoCare beauty Body Lotion

ChitoCare beauty Body Lotion inniheldur einnig kítósan sem er náttúrulegt undur úr hafinu. Kítósanið ver húðina, hefur græðandi eiginleika, dregur úr roða og pirring og gefur húðinni silkimjúka áferð. Það er einkar tilvalið eftir langan dag í sólinni eða þær fjölmörgu sund- og heita potta ferðir sem góðir frídagar einkennast oft af. ChitoCare beauty Body Lotion er rakagefandi, mýkir húðina og gefur henni ljóma. Dekur sem húðin okkar á skilið.

 

Til þess að fullkomna ferðasettið kemur það í snyrtitösku úr gegnsæju efni sem hentar vel þegar taskan er notuð og auðveldar við að finna það sem nota skal. Snyrtitaska og húðvörur sem henta vel í hvaða ferðalag sem er.

Lesa meira

Fegurðin kemur innanfrá - ChitoCare beauty Hair, Skin & Nails

Fegurðin kemur innanfrá - ChitoCare beauty Hair, Skin & Nails

  Hárið okkar og neglur eiga það til að þynnast og húðin fær á sig gráma og verður þreytt. Þessar breytingar geta orsakast af mörgum ástæðum eins og hækkandi aldur eða önnur umhverfisáhrif eins og ...

Lesa meira
Passaðu húðrakann með ChitoCare beauty

Passaðu húðrakann með ChitoCare beauty

Gott rakastig í húðinni er ótrúlega mikilvægt. Allar tegundir af húð, þar á meðal olíukennd húð, þurfa á viðbættum raka að halda.  Skortur á raka getur haft margs konar afleiðingar, bólur geta mynd...

Lesa meira