Skip to content

Karfan mín

Karfan þín er tóm

Grein: ChitoCare Beauty

ChitoCare Beauty

ChitoCare Beauty

Virðing fyrir hafinu ristir djúpt í íslenskri menningu. Ábyrg nýting sjávarauðlinda er lykilatriði fyrir Primex og íslensku þjóðina í heild. Við erum stolt að bjóða þessa lúxusvöru sem náttúrulega afurð hafsins. 

Beauty-lotion-scrub_sml

Mikil vinna var lögð í þróun á ChitoCare Beauty vörulínunni. Fyrstu vörurnar sem við bjóðum upp á  eru Body Lotion og Body Scrub. Öll hráefni eru sérvalin með bestu og náttúrulegustu virkni sem völ er á. Lykilefni í þessum vörum er kítósan sem er framleitt í vísindamiðstöð Primex á Siglufirði.

Kítósan er mörgum kostum gætt og náttúrulegir eiginleikar þess aðstoða ChitoCare vörur við að verja húðina, viðhalda raka hennar og er græðandi fyrir viðkvæma og rofna húð. 

ChitoCare Beauty er náttúruleg vara sem er framleidd af Primex á Siglufirði úr tæru íslensku vatni og kítósani úr Norður Atlantshafi.

CHITOCARE BEAUTY BODY LOTION

ChitoCare lúxus Body Lotion er hlaðið náttúrulegum, mýkjandi og rakagefandi innihaldsefnum sem gera húðina mjúka, slétta og geislandi. Kítósan sem er náttúrulegt undur úr hafinu ver húðina, dregur úr roða og pirring og gefur húðinni silkimjúka áferð.Chitocare-lotion-1-

Með ögn af koffíni sem er ríkt af andoxunarefnum örvar þetta Body Lotion háræðar og vinnur á appelsínuhúð og húðþreytu svo líkaminn endurnærist! 

Frábærir eiginleikar:

  • Rakagefandi og mýkjandi
  • Verndar húðina
  • Náttúruleg afurð

Hentar vel á allar húðgerðir sem og viðkvæma húð. 

CHITOCARE BEAUTY BODY SCRUB

Þetta Body Scrub er hlaðið náttúrulegum, frískandi , örvandi og rakagefandi innihaldsefnum sem gera húðina þína mjúka, slétta og geislandi. Með kaffiögnum sem eru ríkar af andoxunarefnum, ásamt valhnetukjörnum örvar þetta Body Scrub háræðar, hreinsar burt dauðar húðfrumur og vinnur gegn appelsínuhúð. Chitocare-scrub

Rakagefandi pantenól ásamt kítósani sem er náttúrulegt undur úr hafinu verja húðina. Tilvalin bað- og sturtumeðferð sem hreinsar vel og endurheimtir mýkt húðarinnar. 

Hentar vel á allar húðgerðir sem og viðkvæma húð.

Einstök innihaldsefni:

  • Náttúrulegt kítósan ver, styrkir og mýkir húðina
  • Kaffiagnir og bambusduft vinna gegn appelsínuhúð og örva blóðflæði
  • Pantenól gefur húðinni raka og styrk

Lesa meira

ChitoCare Beauty sópar að sér verðlaunum

ChitoCare Beauty sópar að sér verðlaunum

CHITOCARE BEAUTY sópar að sér verðlaunum á Global Makeup Awards UK ChitoCare Beauty stendur uppi sem sigurvegari í einum flokki og fær brons í öðrum á Global Makeup Awards UK sem afhent voru í vik...

Lesa meira