


Arctic Glow Gjafasett
Umvefðu húðina norðlægum ljóma og endurnýjun með Arctic Glow gjafasettinu.
Settið sameinar endurnærandi andlitsserum, rakagefandi andlitskrem, djúpnærandi rakamaska, Gua Sha og ilmkerti sem fyllir rýmið af ferskleika hafsins. Fullkomin gjöf sem veitir þér ró og húðinni fallegan ljóma yfir hátíðirnar.
Anti-Aging Repair Serum 30ml
Serum sem inniheldur lífvirka efnið kítósan úr hafinu við Íslandsstrendur og hýalúronsýru sem dregur úr fínum línum og öldrunarmerkjum af völdum áhrifa eins og mengunar og streitu. Endurnærir húðina og gefur henni mjúka og unglega áferð.
Face Cream 50ml
Dagkrem með SPF15 sólarvörn sem veitir húðinni djúpan raka í allt að 24 klukkustundir. Kremið verndar húðina gegn útfjólubláum geislum og hjálpar til við að draga úr merkjum ótímabærrar öldrunar.
Marine Super Hydration Mask 15ml
Gefðu húðinni kraft íslenskrar náttúru með þessum hágæða andlitsmaska sem sameinar þrjú einstök íslensk innihaldsefni: sjávarkítósan, kísil úr jarðhitavatni og kollagenpeptíð úr hafinu.
Gua Sha
Hágæða Gua Sha úr ryðfríu læknastáli sem er notað til að nudda og móta húðina með mjúkum strokum. Það eykur blóðflæði, dregur úr bólgum og sléttir húðina fyrir geislandi og frísklegt yfirbragð.
Ocean Breeze Kerti 75g
Ocean Breeze kertið er hin fullkomna viðbót við notalegt heilsulindarkvöld heima. Upplifðu hafgoluna við Íslandsstrendur með þessari róandi ilmblöndu.
Íslenskar húðvörur
Veldu valmöguleika


